Valstika

Lemuribus sacrum

Lemuribus sacrum

(Framhald)

Á meðan rann tunglið upp í háaustri; dagsbjarminn var hvorfinn með öllu og Arctúrus blikaði við hafsbrúnina. Allt í einu lagði kuldagufu um hann allan; hún var lík dauðans kulda – skyndilega hóf hann upp augu sín – stóð þá frammi fyri hönum mannleg mynd – hún var kona – andlitið var fagurt en náfölt og svipurinn alvarlegur; hún var klædd í hvítt með dökku bandi um sig miðja, sitt hrafnsvarta hár hafði hún bundið upp með himinbláum silkidregli og fölnuð eyrarrós stóð haglega fram úr barminum. Við þessa sjón fylltist sála hans skelfingu – hann stóð upp skyndilega – en í því hann vildi snarast burtu, var sú fagra aðkomna komin upp í tröppurnar, tók í hönd hans og mælti svo: „Geir! þú hefur yndi af skoðun náttúrunnar, fylg mér og sjá!“

(Fram haldið síðar.)

Úr skólablaðinu Íris: „Iris – No.3. – 1826 – Föstudaginn 3ja Novmbr.“

Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (31 a I).

Heimild:

Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson (ritstjórar). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I. bindi: Ljóð og lausamál, bls. 326-327. Reykjavík: Svart á hvítu.