Valstika

Fræðirit Jónasar

Fyrirsagnir ritanna í þessari skrá eru þær sömu og settar voru þegar verkin voru prentuð. Ritunum er raðað eftir fyrirsögnum í stafrófsröð.

Af eðlisháttum fiskanna

Eiginhandarrit ekki til.

Frumprentun í: Fjölnir, annað ár, Kaupmannahöfn 1836, bls. 3-14.

Greinin er þýðing Jónasar á grein eftir Georges Cuvier.

Almyrkvi á sólu í Vínarborg

Eiginhandarrit er ekki til.

Frumprentun í: Fjölnir, sjötta ár, Kaupmannahöfn 1843, bls. 55-58 með undirfyrirsögninni: „(Eptir Schumacher stjörnuspekjíng. Schumachers Ja[h]rbuch für 1843.)“.

Eldfjallasaga

Handrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 11 fol án fyrirsagnar.
Aftast í sama handriti er þátturinn Um landskjálfta.

Jónas samdi á dönsku boðsbréf um ritun Eldfjallasögu en ekki er vitað til þess að hann hafi látið prenta bréfið né senda út.

Jónas þýddi Eldfjallasögu á dönsku og er þýðingin varðveitt á Þjóðminjasafni (Þjms. 12164).
Jón Sigurðsson gerði eftirrit af þýðingunni og er það varðveitt á Landsbókasafni í JS 418 4to.
Danska þýðingin birtist í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 68-190.

Jónas skráði hjá sér tilvitnanir í annála og gerði ýmis drög að verkinu og er þetta efni varðveitt á Þjóðminjasafni (Þjms. 12170 og 12171).

Íslenska gerðin af Eldfjallasögu er prentuð í: Ritverk Jónasar Hallgrímssonar III. bindi. [Ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson], Reykjavík 1989, bls. 33-112.

Eyjar og sker í Húnavatnsþingi

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to, án fyrirsagnar.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 300-302.

Eyjar og sker í Múlaþingi

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to, án fyrirsagnar.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 260-277.

Fiskatal

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to. Fyrirsögn: „ÞRIDJI Flokkur./ Fiskar. Pisces.“

Aftan við handritið er byrjun á fiskaskrá með fyrirsögninni „Íslenskir Fiskar.“

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 96-114.

Fuglatal

Eiginhandarrit (uppkast) er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 8 8vo.
Fyrirsögn: „Annar flokkur/ Fuglar.“ Eitt hreinritað blað er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to.

Frumprentun í:Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 40-53.

Fuglatalið er skrá um íslenskar fuglategundir.

Geysir og Strokkur

Eiginhandarrit ekki til.

Frumprentun í: Naturhistorisk Tidsskrift. Udgivet af Henrik Krøyer. Andet Bind. Kjøbenhavn 1838-1839, bls. 209-222. Fyrirsögn: „Gjeísir og Strokkur. Af J. Hallgrimsson“.

Þessi grein birtist fyrst í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar og Guðmundar G. Bárðarsonar í Náttúrufræðingnum, II. árg. Reykjavík 1932, bls. 1-6 og 59-62.

Geysir og Strokkur [eftir Xavier Marmier].

Jónas þýddi þessa grein á íslensku og er þýðingin varðveitt í eiginhandarriti í Árnastofnun í KG 31 a.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 218-220.

„Isothermer“ [Kaldaversl], „Jordoverfladens Varmeudstraaling“ [Hitageislun við yfirborð jarðar] og „Nordlys“ [Norðurljós].

Eiginhandarrit af þessum þremur greinum eru varðveitt í Árnastofnun í KG 31 a með fyrirsögninni „Uddrag af Studiosus J. Hallgrimssons Dagbog, fört paa en naturvidenskabelig Reise i Island 1837“.

Frumprentun greinanna var í: Naturhistorisk Tidsskrift. Udgivet af Henrik Krøyer. Andet Bind. Kjøbenhavn. 1838-1839, þriðja hefti, bls. 262-268.

Leiðir norðanvert við Seltjarnarnes

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 28 4to, aftast í bók með svarbréfum við fiskveiðispurningum Jónasar frá því í mars 1841.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson III. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1933, bls. 136-137.

Mammalia Islandiae

Þetta er skrá um íslensk spendýr og er uppskrift af skránni með fyrirsögninni Mammalia Islandiae varðveitt í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn (Add. 306 fol.).

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 14-17.

Myndun Íslands

Eiginhandarrit í ÍB 8 8vo. Uppkast á þremur blaðsíðum, án fyrirsagnar.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1929-37, bls. 3-4.

Náttúruvísindin

Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í KG 31 a, án fyrirsagnar.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson III. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1933, bls. 3-4.
 

Nogle bemærkinger om den islandske Útselur
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í Naturhistorisk Tidsskirft.  Andet Bind. Kjøbenhavn 1838-1839. fyrsta hefti, bls. 91-99.
 

Nokkrar sundurlausar athugasemdir um hvali í norðurhöfum
 

Jónas skrifaði minnisgreinar og athugasemdir um hvali.
Eiginhandarrit þessara greina eru varðveitt á Þjóðminjasafni, í Árnastofnun og í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn.
Greinarnar eru:
Um hvali. Fyrirsagnarlaust eiginhandarrit er varðveitt á Þjóðminjasafni (Þjms. 12168). Þetta greinarbrot hefur enga fyrirsögn í Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 29-30 en í Ritverk Jónasar Hallgrímssonar III. bindi: Náttúran og landið. Reykjavík 1989, bls. 289, er fyrirsögnin Hvaldýrin.

Keporkak, Rúðólfsreyður, Balaena rostrata, og Balaena mysticetus.
Eiginhandarrit af þessum greinum eru varðveitt í Árnastofnun í KG 31 b.

Um lengd hvala. Uppskrift Brynjólfs Snorrasonar af þessari grein, sem er án fyrirsagnar, er varðveitt í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn í Add. 306 fol.

Frumprentun þessara minnisgreina og athugasemda um hvali með fyrirsögninni Nokkrar sundurlausar athugasemdir um hvali í norðurhöfum er í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 29-40.

Om de almindelige Betingelser for Vanddyrenes Liv

Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í KG 31 a. Þetta eru tveir hlutar af ritgerð um líf lagardýra þar sem fjallað er um hitastig og efnasamsetningu .

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 76-81.

Ornitologiske Bemærkninger

Til er handrit sem talið er að Brynjólfur Snorrason hafi hreinskrifað. Handritið er varðveitt í Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn (Add. 306 fol).

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 71-75.

Jónas átti bókina Prodromus der isländischen Ornithologie sem er eftir Frederik Faber. Þetta eintak Jónasar er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 7 8vo. Í bókina skrifaði Jónas athugasemdir varðandi efnið á nokkur auð milliblöð.

Selaflokkurinn

Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í KG 31 b. Fyrirsögn: „Sela-flokkurinn eptir S. Nilson“.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 17-20.

Þetta er þýðing Jónasar á hluta af grein eftir sænska náttúrufræðinginn Sven Nilsson: Um eðli og uppruna jarðarinnar.

Eiginhandarrit er ekki til.

Frumprentun í Fjölni, fyrsta ár, 1835, bls. 99-130.
 

Spendýrin

Af þessari grein eru varðveitt eftirfarandi eiginhandarrit:

Á Landsbókasafni í ÍB 27 4to er eiginhandarrit með fyrirsögninni: „Firsti Bálkur/ SPENDÍRIN“.

Í Árnastofnun í KG 31 a er varðveitt uppkast í eiginhandarriti af seinasta hlutanum þ.e. um Meltingarfærin.

Á Landsbókasafni í ÍB 13 fol er varðveitt í eiginhandarriti yfirlit yfir efnið sem átti að vera í þessari grein eða fyrirhuguðu riti um spendýrin.

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson V. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1936, bls. 3-13.

Stjörnufræði, létt og handa alþýðu

Af þessari þýðingu Jónasar á Populært Foredrag over Astronomien hefur ekki varðveist eiginhandarrit.

Frumprentun: Stjörnufrædi, ljett og handa alþidu, eptir Dr. G.F. Ursin, Videiar Klaustri 1842.

Eiginhandarrit af samningi Jónasar við útgefanda bókarinnar er varðveitt í Árnastofnun í KG 31 a.

Um flóð og fjöru

Eiginhandarrit er ekki til.

Frumprentun í: Fjölnir, sjötta ár, Kaupmannahöfn 1843, bls. 44-54 með fyrirsögninni: „(Eptir C. A. v. Schumacher. Sbr.: „skandinavisk Folkekalender for 1843“.)“

Jónas þýddi þessa grein en samdi sjálfur lokaorð sem birtust með þýðingunni.

Um landskjálfta

Handrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 11 fol í sama handriti og Eldfjallasaga.

Frumprentun í:Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 190-200.

Jónas þýddi Landskjálfta á dönsku eins og Eldfjallasögu og er handritið varðveitt á Þjóðminjasafni (Þjms. 12165).

Vatnsföll í Húnavatnsþingi

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to.
Fyrirsögn: „Vatnsföll./ = Rennandi vötn: fljót, ár, lækir./ til/ Islandslising/ I Deild: Landlísing.“
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 253-260.

Vatnsföll í Múlaþingi

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to, án fyrirsagnar.
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 221-252.

Sóknalýsingar úr Múlasýslum sem hafa ekki verið gefnar út eru varðveittar á Landsbókasafni í ÍB 18 fol.


Veðurathuganir
. – Jónas Hallgrímsson og veðurathuganir á Íslandi um og upp úr 1840. skýrsla gefin út af Veðurstofu Íslands. Skýrsla frá Veðurstofu Íslands. 2009.

Vestmannaeyjar

Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni í ÍB 27 4to.
Fyrirsögn: „Eiar og Skjer/ Til Islands lysing./ 1 Deild Landlísing“.
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson IV. [Matthías Þórðarson bjó til prentunar.] Reykjavík 1934, bls. 277-300.


Yfirlit yfir fuglana á Íslandi
Eiginhandarrit ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir, níunda ár, 1847, bls. 58-72.
 

Jónas Hallgrímsson. (1890).
Jónas Hallgrímsson ses travaux zoologiques (Léon Olphe Galliard þýddi).
Kaupmannahöfn.

 


Heimildir:

Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson (ritstj.). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV. bindi: Skýringar og skrár. Reykjavík: Svart á hvítu.

[Konráð Gíslason]. (1847). Jónas Hallgrímsson. Fjölnir, 9. ár, bls. 5-6.

Rit eftir Jónas Hallgrímsson III.-V. bindi. (1933-1936). Matthías Þórðarson bjó til prentunar. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.


 

Uppfært 27. október 2020