Fylgstu með okkur á Facebook

Hamrahlíðakórinn syngur Jónas


Sunnudaginn 18. mars 2007 hélt Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur tónleika í Listasafni Íslands.

Tónleikarnir sem hófust klukkan 20:00 voru helgaðir kvæðum Jónasar Hallgrímssonar og minntist kórinn með þessum hætti að árið 2007 eru 200 ár frá fæðingu Jónasar.
Páll Valsson rithöfundur kynnti ljóðin og spjallaði um Jónas inn á milli söngatriða en Páll hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Jónas Hallgrímsson - Ævisaga sem kom út árið 1999.

Upplýsingarnar um tónleikana eru samkvæmt fréttatilkynningu í Morgunblaðinu 18. mars 2007.
Til fróðleiks
  • Vísubotn 2017 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Dagur íslenskrar tungu 2017
  • Vísubotn 2016 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn