Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Meðan Hestklettur heldur


Meðan Hestklettur heldur
og hinum megin er ás,
og bandi bundið á milli,
er brú yfir þessa rás.
 
Jökulsárnar þær æða
ofan á löndin slétt
og velta’ eins og vitlaus skepna
votan framan um klett.
 
En Jóni tókst í Tungu
að tölta yfir þessa geil –
bandspotta batt hann þar ufrum,
bóndinn – og kallar það seil.

Extra: Meðan Hestklettur heldur
Til baka