Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Tindrar úr Tungnajökli


Tindrar úr Tungnajökli,
Tómasarhagi þar
algrænn á eyðisöndum
er einn til fróunar.
 
Veit eg áður hér áði
einkavinurinn minn,
aldrei ríður hann oftar
upp í fjallhagann sinn.
 
Spordrjúgur Sprengisandur
og spölur er út í haf;
hálfa leið hugurinn ber mig,
það hallar norður af.

Extra: Tindrar úr Tungnajökli
Til baka