Berst mér þá hjarta,
hugur er á reiki,
þá er mál munni
mínum horfið –
bláeyg, bjarteyg,
brosfögur mær!
indæl, ástúðleg,
er á mig lítur.
Augun þín blá
fyrir augum mér
sædjúp og hrein
sí og æ standa;
bláöldur blíðastar
blárra drauma
hjartað mitt ungt
yfir haf bera.