Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Hallgrímur veslingur


Spila
Skoða handrit

Halli vesli, heyrðu mér,
hér er ég með busa,
og ætla’ að sníða eyra af þér,
eins og Malakusa.
 
Holur lækur grefur gróf,
grynnist flæður hafin,
veit ég öngan verri þjóf
en Vesling bólugrafinn.
 
Þegar hangir Hallgrímur,
hrafnar snauðir skoppa:
„heimskur búkur, hangdu kjur“
og hætta’ í þig að kroppa.
 
Uppgangsfífl sem áður var,
allt í flærð og prettum,
heimskur búkur hangir þar
hrafna gæddur slettum.

Extra: Halli vesli, heyrðu mér,
Til baka