Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Líkur sínum


Skoða handrit

Allt hefi ég af öfum mínum,
illt er að vera líkur sínum,
annar kvað og annar saup;
ég á að heita barnið beggja;
búinn að stökka hvoru tveggja
grárra manna Grettishlaup.
 
Ólukkinn skal yrkja lengur,
enginn til þess finnur drengur,
og þó miklu minnur fljóð;
ólukkinn skal oftar súpa,
eg er fótaloðin rjúpa;
plokki þér mig nú, Gunna góð!

Extra: Allt hefi ég af öfum mínum,
Til baka