Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Ljós er alls upphaf (Ludwig Feuerbach)


Skoða handrit

Ljós er alls upphaf,
Ekkert er bjart,
ljóstær er þeirra
lífs uppspretta;
upphaf er Ekkert,
Ekkert er nótt,
því brennur nótt
í björtum ljóma.
 
Ó, mikli guð!
ó, megn hörmunga!
Ekkert að ending,
eilífur dauði;
sálin mín blíða,
berðu hraustlega
- sárt þótt sýnist –
sanninda ok.
 
Eilífð á undan,
og eftir söm,
orðin að engu
og Ósjálfur!
Það getur þér augu
þvegið hrein,
ljós veitt og lá –
og litu góða.

Extra: Ljós er alls upphaf,
Til baka