Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.