Ómur alfagur,
ómur vonglaður,
vorómur vinhlýr
vekur mér sálu.
Ljóðið mitt litla,
léttur vorgróði!
lyftu þér, leiktu þér
langt út um sveit.
Hljóma þar að húsum,
er heiðfögur
blómin í breiðri
brekku gróa;
lítirðu ljósasta
laukinn þar,
berðu, kært kvæði!
kveðju mína.