Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Ómur alfagur (Heinrich Heine)


Ómur alfagur,
ómur vonglaður,
vorómur vinhlýr
vekur mér sálu.
Ljóðið mitt litla,
léttur vorgróði!
lyftu þér, leiktu þér
langt út um sveit.
 
Hljóma þar að húsum,
er heiðfögur
blómin í breiðri
brekku gróa;
lítirðu ljósasta
laukinn þar,
berðu, kært kvæði!
kveðju mína.

Extra: Ómur alfagur
Til baka