Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Quis multa gracilis (Horatius)


Skoða handrit

Hver er hinn ungi,
ilmsmurði sveinn
er á rósareit
ríkum og mjúkum
faðmar þig fast,
undir fögrum skúta,
svölum og sælum?
seg mér það, Pyrrha!
 
Lokka ljósgula
leysir þú honum,
skemmtunar skoðun,
skart þitt óbrotið.
Ó, hve oftlega
ástir rofnar
og gremi goða
hann gráta skal!
 
Dynjandi dröfn
fyrir dimmum vindi
undrast hann, úfnum
óvanur sjó,
sá er nú nýtur
náveru þinnar
og gulli hreinni
þig getur vera.
 
Einum hann vonar
þú unir sér
æ, og aldregi
öðrum sinnir;
veit hann víst eigi,
að veður hvikult
skamma stund skipast
í skýlofti.
 
Aumir eru allir
óreynd er þú
ástar alglæst
í augu gengur.
Forðað hef ég feigu
fjörvi mínu,
sem á hám, helgum
hofsvegg má sjá.
 
Hangir þar heitspjald
hermandi svo:
að ég efnt hafi
upp að festa
sjóföt mín samtöld,
salti drifin,
drottni djúps
til dýrðar ríkum.

Extra: Hver er hinn ungi,
Til baka