Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Skrælingjaþing


(Einn diktur af Jökli Búasyni
sem var fæddur í Dofrahelli í Noregi
og reisti til Grænlands)

Ána, kána,
ána, pána,
ána, sána! ég kominn er
allt upp á þingið,
eg bið að syngið,
eg bið að syngið þið með mér;
ána, kána,
ána, pána,
ána, sána! ég kominn er.

Yðar tunga,
uppástunga,
því uppástunga býr í mér;
ég verð að gala
sem vörður hala,
sem vörður hala stend eg hér;
yðar tunga,
uppástunga
því uppástunga býr í mér.

Skrælingsgrátur
er skelfing kátur,
er skelfing kátur, því sting eg nú
upp á að tárumst,
upp á að sárumst
og allir fárumst um halelú;
skrælingsgrátur
er skelfing kátur
og skellihlátur, aha, pú!

Hann á að þegja,
hann átti segja,
hann átti segja halújá;
prestinn ég meina,
ljótt er að leyna,
lendi þar skeina sem hún á;
hann á að þegja,
hann átti segja,
hann átti segja halújá.

Nú er grátur,
nú er grátur,
nú er eg kátur; búið er;
þinginu slitið,
það bið eg vitið
þingið er skitið enn þá hér;
nú er grátur,
nú er grátur,
nú er eg kátur; búið er!

Extra: Ána, kána,
Til baka