Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Strandsetan (Heinrich Heine)


Hvítur í lofti ljúfu
líður í næturblæ
már yfir myrku djúpi,
máninn er hátt yfir sæ.
 
Hákarl úr hafi lítur
og horfir upp að bæ,
már yfir miði grúfir,
máninn er hátt yfir sæ.
 
Sálin mín hvikula, kæra!
þú kvíðir sí og æ,
mundarnær mari þú situr,
máninn er hátt yfir sæ.

Extra: Hvítur í lofti ljúfu
Til baka