Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Strit (Heinrich Heine)


Sól rís sæl
úr svölum straumum
austurdjúps
að eyða dimmu;
leiðinda langverk
á ljósgjafi:
heimskan hnött
úr húmi slíta.
 
Er þú glöðum
geislum hefir
hálfan heim
himni unnið
og skundar skært
skin margauka,
æ og sí austræn
þig eltir nótt.
 
Stritar við stein
sterkur Sisýfus,
dætra Danáu
drýpur æ úr keri;
svo veltir sífellt
sér úr ljóma
sjálfri fold
í sorta nætur.

Extra: Sól rís sæl
Til baka