Suður fórumk um ver,
en eg svarna ber
öflga eiðstafi
úr úthafi:
munarmyndum
mjög þótt yndum,
heimrof mig finni
hjá Huldu minni.
Þar er barmi blíður
og blómafríður
runnur í reit
er eg rökkri sleit;
dalur, sól og sær
og systur tvær,
einkamóðir
og ástvinir góðir.
Þar er búþegn bestur,
bóndi og prestur,
til þess tel eg vottinn –
trúir enn á drottin
og á sjálfan sig
svo sem ég á mig,
þar er líf í landi
og ljóshæfur andi.