Fylgstu með okkur á Facebook

7.06.2018

Bréf sem Jónas skrifaði vini sínum, danska náttúrufræðingnum, Japetus Steenstrup árið 1842 fannst nýlega hjá Árna Gústafssyni frímerkjasafnara sem keypti það vegna póststimpilsins.
Bréfið sem er 3 síður verður til sýnis á NORDIA 2018 safnarasýningunni helgina 8.-10. júní 2018.

Handritasafn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns varðveitir fjölmörg handrit og skjöl Jónasar. Í safninu eru m.a. eiginhandarrit að kvæðum hans, dagbækur, bréf og einkaskjöl. Meðal þess sem varðveitt er af bréfum eru níu bréf frá Steenstrup til Jónasar á árunum 1841-1843 og er stafræn endurgerð bréfanna er aðgengileg á handrit.is. Eitt bréfanna er skrifað á páskadag 1842 og má velta fyrir sér hvort Jónas hafi verið að svara því í bréfi þann 1. maí 1842 en það bréf Jónasar var sýnt á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara árið 2012 (sjá frétt á mbl.is). 


Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn