Valstika

Annes og eyjar

Jan 31, 2020

Vesturför velborins herra Brynjólfs sýslumanns P.S.


Að utan og sunnan og austan eg spyr,
að á séu vestrinu stóreflisdyr,
og eins langt og mannsauga út um þær sér
sé ekkert af neinu’ og í hurðinni gler.


Hann Brynjólfur veltist um bárur á kút
að búðarhurð þeirri, og gægðist þar út,
og kallar og segir: „eg kom hér um sinn
að kaupa mér seytil á legilinn minn.“


Og svo er mér frá skýrt, að lýður þess lands
það léti, sem til var á „pyttluna“ hans;
og svo valt hann aftur og settist í bú,
og segir: „guðvelkomnir! drekkið þér nú.“


Vér lofum og prísum þann metnaðarmann,
til mikilla stórlauna kaupför hans vann,
því ókeypis veitir hann öllum og jafnt,
og aldregi lækkar á „pyttlunni“ samt.


Hann lifi og ríki nú leglinum á!
vér lofum og prísum hann héðan í frá;
en tappann úr vestkútnum taka er mál
og tæma svo höfðingjans kaupfararskál.

Extra: Að utan og sunnan og austan eg spyr,
Til baka