Valstika

Kvæði frá ýmsum tímum

Feb 3, 2020

Iðrunarvísur til Gísla Ísleifssonar


1.
Eg á bágt,
mér er ami allt um kring,
innra lágt
einhver hulin tilfinning
angrar mig,
samt er það ei samviskan
að eg þig
eitthvað hafi móðgaðan.
 
2.
Gísli minn,
get eg hafa gjört þér mót,
ó! minn vin,
eg vil gjöra yfirbót,
en fyrir hvað?
Æ! æ. að er örðugast
að vita það,
eg verð því að uppfræðast.
 
3.
Besti vin!
sem eg elska eins og mig,
stundin hin
æ! hún var svo yndislig
þegar mér
sáttur brostir brjóstið við
og eg þér
eitthvað sagði gamanið.
 
4.
Ef að mér
eitthvað félli mótdrægt til
en eg þér
allt saman það segja vil,
einmitt þá
á mér það eg sjálfur finn,
einmitt þá
aftur manstu’ hann Jónas þinn.

Extra: Eg á bágt,
Til baka