Valstika

Kaupmannahafnarárin fyrri

Feb 3, 2020

Afmælisvísur til Brynjólfs Péturssonar


Við sem annars lesum lögin
og lítil höfum vængjaslögin
opna gerum hróðrar hauginn,
herjans uglan sat þar á.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Síðan kvæða sendum drauginn,
séra Péturs kundi.
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
 
Sá hann eitt sinn sitja’ á ljóra,
svo sem gerði bólan stóra,
ofurlítinn nöldurs nóra,
sem naktar voru klærnar á.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Hann hugðist gera gys að móra,
en greip í skott á hundi.
Listamaðurinn lengi sér þar undi.
 
Fýsi þig að frétta meira,
freilich kann eg segja fleira:
upp í háum hamrageira
honum skruppu tærnar frá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Hann hékk þar svona’ á hægra eyra,
hvergi frá eg hann stundi.
Listamaðurinn lengi sér þar undi.

Extra: Við sem annars lesum lögin
Til baka