Valstika

Kvæði samin 1826 - 1832

Jan 16, 2020

Guðrún Stephensen


Bláa vegu
brosfögur sól
gengur glöðu skini.
Sérattu söknuð
og sorga fjöld
þeirra á landi lifa?
 
Gróa grös
við geisla þína
liðinna leiðum á –
en þú brosir
og burtu snýr;
kvöldgustar kula.
 
Svo frá heimi
til himinsala
frelstar sálir fara;
sýta syrgjendur
sóllausa daga
angurgusti í.
 
Hvör er hinn grátni
sem að grafarbeð
beygðu höfði bíður?
elskað lík
undir köldum leir
hvílir feti framar.
 
Styðst harmþrunginn
höfðingi,
Stephensen, að steini –
framliðna frú,
föðurlands prýði,
syrgir svo mælandi:
 
„Sáran lét guð mig
söknuð reyna!
verði hans vísdóms
vilji á mér!
Syrtir í heimi,
sorg býr á jörðu,
ljós á himni,
lifir þar mín von.
 
Hvar skal eg léttis
í heimi leita?
hvar skal eg trega
tár of fella?
Bíða vil eg glaður
uns brotnar fjötur
líkams, og laus
líð eg eftir þér.“
 
Ó, þú máttur
og mikla von,
er þá öflgu styður!
Hjörtun hefjast,
þá hetju sjá
standa eina í stríði.

 

 
 
Guðrún Stephensen
Bláa vegu
brosfögur sól
gengur glöðu skini.
Sérattu söknuð
og sorga fjöld
þeirra á landi lifa?
 
Gróa grös
við geisla þína
liðinna leiðum á –
en þú brosir
og burtu snýr;
kvöldgustar kula.
 
Svo frá heimi
til himinsala
frelstar sálir fara;
sýta syrgjendur
sóllausa daga
angurgusti í.
 
Hvör er hinn grátni
sem að grafarbeð
beygðu höfði bíður?
elskað lík
undir köldum leir
hvílir feti framar.
 
Styðst harmþrunginn
höfðingi,
Stephensen, að steini –
framliðna frú,
föðurlands prýði,
syrgir svo mælandi:
 
„Sáran lét guð mig
söknuð reyna!
verði hans vísdóms
vilji á mér!
Syrtir í heimi,
sorg býr á jörðu,
ljós á himni,
lifir þar mín von.
 
Hvar skal eg léttis
í heimi leita?
hvar skal eg trega
tár of fella?
Bíða vil eg glaður
uns brotnar fjötur
líkams, og laus
líð eg eftir þér.“
 
Ó, þú máttur
og mikla von,
er þá öflgu styður!
Hjörtun hefjast,
þá hetju sjá
standa eina í stríði.

 


Samið árið 1832.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I). [Fyrirsögn: „Við dauða frú Conferenceráðinnu G. Stephensen“].
Frumprentun í: „Grafminníngar og Erfiljód eptir ýmislegt merkisfólk“. Viðey 1842.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Eftir frú Guðrúnu Stephensen í Viðey“].


Til baka