Þegi þú, vindur!
þú kunnir aldregi
hófs á hvurs manns hag,
langar ro nætur
þars þú inn leiðsvali
þýtur í þakstráum.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847 [Fyrirsögn: „Vindvísa“].