Hérna er ótækt heima að sníkja,
helst mun því ráð á Nesið víkja,
þar er svo mikill maturinn.
Komist eg það með kröftum slökum
af kúru, sulti og næturvökum,
eg skal heita’ á þig, magi minn.
Samið á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847 [Fyrirsögn: „Sníkjur“].