Valstika

Kvæði samin 1833 - 1837

Jan 31, 2020

Sáuð þið hana systur mína


Spila - Um hana systur mína

Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull;
nú er ég búinn að brjóta og týna.
 
Einatt hefur hún sagt mér sögu;
svo er hún ekki heldur nísk:
hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.
 
Hún er glöð á góðum degi
- glóbjart liðast hár um kinn –
og hleypur þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.


Samið árið 1836.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 9. ár, 1847 [Fyrirsagnarlaust í sögunni „Grasaferð“].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Um hana systur mína“].

Til baka