Valstika

Kvæði samin 1838 - 1842

Jan 31, 2020

Aldarháttur


(Kveðið á reið fyrir neðan Fróðá)

Hingað gekk hetjan unga
heiðar um brattar leiðir,
fanna mundar að finna
fríða grund í hríð stundum;
nú ræðst enginn á engi
(í ástarbáli fyrr sálast),
styttubands storð að hitta,
stýrir priks yfir mýri.


Tvö eiginhandarrit eru til, annað er í eigu Jóhanns Briem listmálara og hitt er í bréfi Jónasar til Brynjólfs Péturssonar dagsett þann 18. febrúar 1842. [Er í bókinni: Brynjólfur Pétursson: Bréf. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar. Khöfn 1964].
Frumprentun í: Fjölnir 8. ár, 1845.

Til baka