Valstika

Kvæði samin 1838 - 1842

Jan 31, 2020

Fremrinámar


Reið ég yfir bárubreið
brunasund, en jódunur
(kalt var hregg og átt ill)
ýtum skemmtu dálítið;
holur nafar grjót grefur,
grunar mig að seint muni
Úlfur karl, þótt aur skjálfi,
ámur fylla úr þeim nám.


Samið árið 1839.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 8. ár, 1845.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.

Til baka