Til Fróðleiks

Jun 7, 2018

Enn finnast bréf Jónasar


Bréf sem Jónas skrifaði vini sínum, danska náttúrufræðingnum, Japetus Steenstrup árið 1842 fannst nýlega hjá Árna Gústafssyni frímerkjasafnara sem keypti það vegna póststimpilsins.
Bréfið sem er 3 síður verður til sýnis á NORDIA 2018 safnarasýningunni helgina 8.-10. júní 2018.

Handritasafn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns varðveitir fjölmörg handrit og skjöl Jónasar. Í safninu eru m.a. eiginhandarrit að kvæðum hans, dagbækur, bréf og einkaskjöl. Meðal þess sem varðveitt er af bréfum eru níu bréf frá Steenstrup til Jónasar á árunum 1841-1843 og er stafræn endurgerð bréfanna er aðgengileg á handrit.is. Eitt bréfanna er skrifað á páskadag 1842 og má velta fyrir sér hvort Jónas hafi verið að svara því í bréfi þann 1. maí 1842 en það bréf Jónasar var sýnt á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara árið 2012 (sjá frétt á mbl.is). 

Til baka