Valstika

Kvæði samin 1838 - 1842

Jan 31, 2020

Jónas Tómasson


Horfin er enn,
er unni’ eg mest
ættar von
úr alda heimi;
ennið ásthreina,
augun bláu,
brjóstið barnglaða
byrgt undir fjöl.
 
Gott hugði’ eg til
af guði senda
ylinn að ala,
ást að festa. –
Ættjörðu skyldi
ungur renna
kvistur af stofni
fyri krepptan reyr.
 
Gott hugði’ eg til
af guði senda
neistann að glæða
námsölum í. –
Ungur skyldi,
þau hinn eldri nam,
fræðin fegurstu
framar styðja.
 
Réði sá er ræður
rökum alda,
ástríkur faðir
alls vitandi.
Því skal traustri trú
trega binda,
frænda sviptur
framar þreyta.


Samið árið 1838.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Skírnir, 1839. [Aðgengilegt á Veraldarvefnum: HYPERLINK "http://www.timarit.is" www.timarit.is ].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.

Til baka