Valstika

Kvæði samin 1838 - 1842

Jan 31, 2020

Til herra Finns Magnússonar


Gleðji þig guðsstjörnur
sem gladdi best
mig, og mörgu sinni,
vegstjarnan fagra
visku þinnar,
ástjarðar ljúfasta ljós!


Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er framan á saurblaði á eintaki af Stjörnufræði, létt og handa alþýðu eftir Dr. G.F. Ursin, Viðeyjarklaustri 1842.
Frumprentun í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913. [Fyrirsögn: „Vísa til Finns prófessors Magnússonar“].

Til baka