Gleðji þig guðsstjörnur
sem gladdi best
mig, og mörgu sinni,
vegstjarnan fagra
visku þinnar,
ástjarðar ljúfasta ljós!
Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er framan á saurblaði á eintaki af Stjörnufræði, létt og handa alþýðu eftir Dr. G.F. Ursin, Viðeyjarklaustri 1842.
Frumprentun í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913. [Fyrirsögn: „Vísa til Finns prófessors Magnússonar“].