Valstika

Kvæði samin 1843-1845

Jan 31, 2020

Alsnjóa


Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur inn og austur,
einstaklingur! vertu nú hraustur.
 
Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór,
hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
 
Víst er þér, móðir! annt um oss;
aumingja jörð með þungan kross
ber sig það allt í ljósi lita,
lífið og dauðann, kulda’ og hita.

Extra: Eilífur snjór í augu mín
Til baka