Fylgstu með okkur á Facebook

Á gömlu leiði 1841

 • Fundanna skært í ljós burt leið,
 • blundar hér vært á beði moldar,
 • blessaðar fært á náðir foldar,
 • barnið þitt sært, ó beiska neyð!
 •  
 • Sofið er ástaraugað þitt
 • sem aldrei brást að mætti mínu;
 • mest hef eg dáðst að brosi þínu,
 • andi þinn sást þar allt með sitt.
 •  
 • Stirðnuð er haga höndin þín,
 • gjörð til að laga allt úr öllu,
 • eins létt og draga hvítt á völlu
 • smámeyjar fagurspunnið lín.
 •  
 • Vel sé þér, Jón! á værum beð,
 • vinar af sjónum löngu liðinn,
 • lúður á bón um himnafriðinn.
 • Kalt var á Fróni, Kjærnesteð!
 •  
 • Slokknaði fagurt lista ljós.
 • Snjókólgudaga hríðir harðar
 • til heljar draga blómann jarðar.
 • Fyrst deyr í haga rauðust rós.
Samið árið 1841
Tvö eiginhandarrit eru til, annað er varðveitt á Landsbókasafni í handritasafni Jóns Sigurðssonar (JS 129 fol.) og hitt er í bréfi Jónasar til Brynjólfs Péturssonar dagsett þann 18. febrúar 1842. [Er í bókinni: Brynjólfur Pétursson: Bréf. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar. Khöfn 1964].
Frumprentun í: Skírnir árið 1842.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn