Fylgstu með okkur á Facebook

Að vaði liggur leiðin

 • Að vaði liggur leiðin
 • lífs á fljótið, en brjóta
 • háa bakka hvekkir;
 • hafurmylkingar fylkja;
 • yfir ættum að klifa
 • ofar þá, ef guð lofar;
 • drögum ei par að duga,
 • og dengjum oss í strenginn!
Samið á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn