Fylgstu með okkur á Facebook

Álfareiðin

(Heinrich Heine)
 • Stóð eg úti’ í tunglsljósi, stóð eg úti’ við skóg,
 • stórir komu skarar, af álfum var þar nóg;
 • blésu þeir á sönglúðra og bar þá að mér fljótt
 • og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.
 •  
 • Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund,
 • hornin jóa gullroðnu blika við lund;
 • eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
 • fljúga austur heiði með fjaðraþyt og söng.
 •  
 • Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
 • hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
 • Var það út af ástinni ungu sem eg ber?
 • eða var það feigðin sem kallar að mér?
Þýtt árið 1843.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn