Fylgstu með okkur á Facebook

Alheimsvíðáttan

(Friedrich Schiller)
 • Eg er sá geisli
 • er guðs hönd skapanda
 • fyrr úr ginnunga
 • gapi stökkti;
 • flýg eg á vinda
 • vængjum yfir
 • háar leiðir
 • himinljósa.
 •  
 • Flýta vil eg ferðum,
 • fara vil eg þangað
 • öldur sem alheims
 • á eiði brotna,
 • akkeri varpa
 • fyrir auðri strönd
 • að hinum mikla
 • merkisteini
 • skapaðra hluta
 • við skaut alhimins.
 •  
 • Sá eg í ungum
 • æskublóma
 • stjörnur úr himin-
 • straumum rísa,
 • þúsund alda
 • að þreyta skeið
 • heiðfagran gegnum
 • himinbláma.
 •  
 • Sá eg þær blika
 • á baki mér
 • er eg til heima
 • hafnar þreytti;
 • ókyrrt auga
 • sást allt um kring;
 • stóð eg þá í geimi
 • stjörnulausum.
 •  
 • Flýta vil eg ferðum,
 • fara vil eg þangað
 • Ekkert sem ríkir
 • og Óskapnaður;
 • leið vil eg þreyta
 • ljóss vængjum á,
 • hraustum huga
 • til hafnar stýra.
 •  
 • Gránar í geimi,
 • geysa ég um himin
 • þokuþungaðan
 • þjótandi fram;
 • dunar mér á baki
 • dökknaðra sóla
 • flugniður allra
 • sem fossa deyjandi.
 •  
 • Kemur þá óðfluga
 • um auðan veg
 • mér í móti
 • mynd farandi:
 • „bíddu, flugmóður
 • ferðamaður!
 • heyrðu! hermdu mér,
 • hvurt á að leita?“
 •  
 • „Vegur minn liggur
 • til veralda þinna;
 • flug vil eg þreyta
 • á fjarlæga strönd,
 • að hinum mikla
 • merkisteini
 • skapaðra hluta
 • við skaut alhimins.“
 •  
 • „Hættu, hættu!
 • um himingeima
 • ónýtisferð
 • þú áfram heldur;
 • vittu að fyrir
 • framan þig er
 • Ómælisundur
 • og endaleysa.“
 •  
 • „Hættu, hættu!
 • þú sem hér kemur,
 • ónýtisferð
 • þú áfram heldur;
 • belja mér á baki
 • bláir straumar,
 • eilífðar ógrynni
 • og endaleysa.“
 •  
 • Arnfleygur hugur!
 • hættu nú sveimi;
 • sárþreytta vængi
 • síga láttu niður;
 • skáldhraður skipstjóri,
 • sköpunarmagn!
 • fleini farmóður
 • flýttu hér úr stafni.
Þýtt árið 1837.
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843. [Birt með athugasemd Jónasar: „Hugmyndin er eftir Schiller“].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn