Fylgstu með okkur á Facebook

Alsnjóa

 • Eilífur snjór í augu mín
 • út og suður og vestur skín,
 • samur og samur inn og austur,
 • einstaklingur! vertu nú hraustur.
 •  
 • Dauðinn er hreinn og hvítur er snjór,
 • hjartavörðurinn gengur rór
 • og stendur sig á blæju breiðri,
 • býr þar nú undir jörð í heiðri.
 •  
 • Víst er þér, móðir! annt um oss;
 • aumingja jörð með þungan kross
 • ber sig það allt í ljósi lita,
 • lífið og dauðann, kulda’ og hita.
Samið árið 1844.
Tvö eiginhandarrit eru til. Annað er varðveitt á Landsbókasafni í handritasafni Jóns Sigurðssonar (JS 129 fol.). Hið síðara er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b V).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn