Fylgstu með okkur á Facebook

Arnarfellsjökull

 • Uppi undir Arnarfelli,
 • allri mannabyggð fjær,
 • - það er eins satt og eg sit hér -
 • þar sváfu Danir í gær.
 •  
 • Og er þeir fóru á fætur,
 • fengu þeir eld sér kveikt,
 • og nú var setið og soðið
 • og sopið og borðað og steikt.
 •  
 • Ókunnugt allt er flestum
 • inni um þann fjallageim.
 • Þeir ættu að segja oss eitthvað
 • af Arnarfellsjökli þeim.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Tómasarhagi“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn