Fylgstu með okkur á Facebook

Ásta

 • Ástkæra, ylhýra málið
 • og allri rödd fegra!
 • blíð sem að barni kvað móðir
 • á brjósti svanhvítu;
 • móðurmálið mitt góða,
 • hið mjúka og ríka,
 • orð áttu enn eins og forðum
 • mér yndið að veita.
 •  
 • Veistu það, Ásta! að ástar
 • þig elur nú sólin?
 • veistu að heimsaugað hreina
 • og helgasta stjarnan
 • skín þér í andlit og innar
 • albjört í hjarta
 • vekur þér orð sem þér verða
 • vel kunn á munni?
 •  
 • Veistu að líf mitt ljúfa
 • þér liggur á vörum?
 • fastbundin eru þar ástar
 • orðin blessuðu.
 • „Losa þú, smámey! úr lási“
 • lítinn bandingja;
 • sannlega sá leysir hina
 • og sælu mér færir.
Samið árið 1843.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn