Fylgstu með okkur á Facebook

Bágindi

 • „Illa er mér við óleik þinn,
 • er þér heimilt pútuskinn,
 • en láttu vera líkama minn,
 • lifandi sálar kroppinn!“
 • Eg hefi fundið illa kind,
 • á henni var háðsleg mynd,
 • það var líkast lús eða synd –
 • ég lagði hana í koppinn.
Samið árið 1844.
Tvö eiginhandarrit eru til. Annað er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II). Hitt er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn