Fylgstu með okkur á Facebook

Begyndelsen af Ossians Carricthura

(En variation)
 • Hvurt ertu hniginn
 • af hifinstöðvum,
 • gullhærði röðull!
 • og götum blám.
 • Nú hefur Vestur
 • votum hjörum
 • svefngrindum snúið
 • og sæng þér gjörva.
 •  
 • Velta öldur
 • að veðhlaupi,
 • fýsast þig allar
 • fyrstar um sjá;
 • hægt þær hefjast
 • með hafriðu
 • og halla höfðum
 • að helgri sjón.
 •  
 • Fagurt er að líta
 • á ljósgeislum
 • hvílu hafða
 • hægt blundandi
 • brosfagra sól,
 • bregður öldum
 • bráð er burtför,
 • brennur ísgrá kinn.
 •  
 • Fellur þá faldur
 • inn fagurreifði
 • hallur af höfði
 • hafibornri mey –
 • þýtur í flótta
 • þrungin mæði,
 • felmtruð áður felst
 • í faðmi móður.
 •  
 • Blunda þú vært
 • í blæjum svölum,
 • ylsköpuður!
 • und unnum blám,
 • hafin er höll þín,
 • hvílir þögn yfir,
 • en aldin værð vakir
 • að védyrum.
 •  
 • Heim sér eg hverfa
 • á himinásum,
 • daprar ro stjörnur,
 • dagsbrún veldur.
 • Nú mantu ljósfari
 • á loft um stiginn;
 • leiddu þá und armi
 • unað – hár glóa!
Samið á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn