Fylgstu með okkur á Facebook

Berst mér þá hjarta

(Heinrich Heine)
 • Berst mér þá hjarta,
 • hugur er á reiki,
 • þá er mál munni
 • mínum horfið –
 • bláeyg, bjarteyg,
 • brosfögur mær!
 • indæl, ástúðleg,
 • er á mig lítur.
 •  
 • Augun þín blá
 • fyrir augum mér
 • sædjúp og hrein
 • sí og æ standa;
 • bláöldur blíðastar
 • blárra drauma
 • hjartað mitt ungt
 • yfir haf bera.
Samið á árunum 1843-1844.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn