Fylgstu með okkur á Facebook

Cur me querelis

(Horatius)
 • Hví með sárum þú
 • sorgartölum
 • dapran dauða
 • dregur mér of höfuð?
 •  
 • Era það goða
 • né mín eigin vild
 • að þú mér fyrr úr heimi hallist,
 • Maecenas!
 • minn mikli sómi,
 • vernd og styrktarstoð.
 •  
 • Helft míns hjarta,
 • hrifi þig á braut
 • skjótar skapadægur,
 • hve um skerður
 • þann skilnað lifa
 • minnur ástsæll mák?
 •  
 • Ótrúan eið
 • hefi’ eg ei svarið;
 • nær þú burtu býst
 • förumk og förumk
 • fúsir ganga
 • helveg að hlið vini.
 •  
 • Era sá vættur
 • að mig af þér slíti,
 • svo hafa okkur sköp á skilið;
 • ekki eldgálpn
 • eða upp þótt risi
 • hundraðhentur þurs.
Þýtt á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b). Eldra eiginhandarrit á stöku blaði er varðveitt á Bessastöðum.
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn