Fylgstu með okkur á Facebook

Dóri litli, dreptu yður

 • Dóri litli, dreptu yður
 • í dag eða gær sem nú er siður,
 • enginn kveður þig upp né niður
 • ef þú ferð að lifa mig;
 • vonin okkar! vara þig.
 • Eg skal gera átta kviður,
 • ef yður væri dáinn.
 • Komdu’ á skjáinn! Komið þér á skjáinn.
 •  
 • Það er illt að læra lengi,
 • létt er þaufið heimsku mengi;
 • sá sem rær og ristir þvengi
 • af ræfli þeim, sem heitir trú,
 • japlar eins og ég og þú;
 • hinir lifa í góðu gengi;
 • gotuna sem að snapa
 • undir stapa, undir Vogastapa.
 •  
 • Hvað er þetta? Boli eða bokki,
 • bukkur eða hjól í rokki,
 • eða skyldi skekið í strokki
 • í skjólinu við gluggann minn?
 • Ekkert vit eg í því finn.
 • Nú er eins og hnælduhnokki
 • hnerti lær á kerlu!
 • Skotið mellu! Skotið eins og mellu!
 •  
 • Mundi það vera illur andi
 • eða sál úr dauðra landi
 • eða sjálfur svarti fjandi
 • syngjandi við þetta lag
 • raunalegan rellubrag?
 • Ég er ær og ekki í standi
 • að yrkja um þetta meira;
 • leggst á eyra, leggst á kalið eyra.

Prentað í: Sunnanfari IV (1894, 58), líka prentað í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913 [Fyrirsögn: „Gamanvísur til Halldórs Kr. Friðrikssonar“].

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn