Fylgstu með okkur á Facebook

Drangey

 • Tíbrá frá Tindastóli
 • titrar um rastir þrjár;
 • margt sér á miðjum firði
 • Mælifellshnjúkur blár.
 •  
 • Þar rís Drangey úr djúpi,
 • dunar af fuglasöng
 • bjargið, og báðum megin
 • beljandi hvalaþröng.
 •  
 • Einn gengur hrútur í eynni,
 • Illugi Bjargi frá
 • dapur situr daga langa
 • dauðvona bróður hjá.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn