Fylgstu með okkur á Facebook

Ég ætlaði mér að yrkja

 • Ég ætlaði mér að yrkja
 • einhvern fallegan brag
 • en þegar til á að taka
 • ég tími því ekki í dag.
 •  
 • Ég verð að bera á báru
 • það besta sem mér er veitt
 • og seinast sofna ég frá því
 • og svo fær enginn neitt.
 •  
 • Og það er þér að kenna
 • sem þrái ég alla stund,
 • þú áttir ekki að eiga
 • þenna úlfgráa hund.
 •  
 • Þú áttir ekki að ginna mig
 • á því að segja
 • þú skulir muna mig aftur
 • þegar þú ferð að deyja.
 •  
 • Nú er þér bregst í brjósti
 • blóðið og slokknar fjör
 • þá er ég þreyttur að lifa,
 • á þína kem ég för.
 •  
 • En hvernig heimskir náir
 • með hjúp og moldarflet.
 • „unnast best eftir dauðann“
 • ég aldrei skilið get.

Afskrift sem Brynjólfur Pétursson gerði líklegast er varðveitt á Landsbókasafni (JS 129 fol.)

Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn