Fylgstu með okkur á Facebook

Ég bið að heilsa!

 • Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
 • á sjónum allar bárur smáar rísa
 • og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
 • að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
 •  
 • Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
 • um hæð og sund í drottins ást og friði;
 • kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
 • blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
 •  
 • Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
 • með fjaðrabliki háa vegaleysu
 • í sumardal að kveða kvæðin þín!
 •  
 • Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
 • engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
 • þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b IV ).
Frumprentun í: Fjölnir 7. ár, 1844.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn