Fylgstu með okkur á Facebook

Ég veit það eitt að enginn átti

 • Ég veit það eitt að enginn átti
 • aðra eins móður, feðra gróða
 • safnaði guð, af ástarefni
 • aldin spratt, og friðar valdi.
 • Svo er orðin í Eyjafirði
 • ættin mín að frændur þína
 • lengi mun meðan lífið yngist
 • landið kjósa sér að hrósi.
 •  
 • Ég þakka þér allt, og enn þótt ekki
 • alaugum sjái leiðir háar
 • sonanna bestu sem að treysta
 • sannlega verði’ að þjóðarranni,
 • veit eg og skil eg samt í sveitum
 • svo muni vakna öld að rakni
 • hnúturinn versti og börnin bestu
 • blessi landið, firrist grandi.
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun fyrra erindis og fyrsta lína hins síðara í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Brot“].
Einnig prentun í: Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi. Khöfn 1883.
Prentun líka í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913.
Einnig prentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn