Fylgstu með okkur á Facebook

Einbúinn

 • Yfir dal, yfir sund,
 • yfir gil, yfir grund
 • hef eg gengið á vindléttum fótum;
 • eg hef leitað mér að
 • hvar eg ætti mér stað,
 • út um öldur og fjöll og í gjótum.
 •  
 • En eg fann ekki neinn,
 • eg er orðinn of seinn,
 • þar er alsett af lifandi’ og dauðum.
 • Ég er einbúi nú,
 • og á mér nú bú
 • í eldinum logandi rauðum.
Samið árið 1845.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn