Fylgstu með okkur á Facebook

Fegin í fangi mínu

(Heinrich Heine)
 • Fegin í fangi mínu
 • felur þú augun þín,
 • þinn er eg himinn, og þú ert
 • þekkasta stjarnan mín.
 •  
 • Djúpt undir okkur iðar
 • ósnotur mannaher,
 • aggast og æðir og blótar,
 • og allt hefir rétt fyrir sér.
 •  
 • Í fíflúlpum þeir flaksast
 • og finnast, og allt í einu
 • hlaupast á eins og hrútar
 • svo höfuðin verða’ ekki’ að neinu.
 •  
 • Sæl erum við í sóla-
 • sali þeim látum fjær;
 • þú hylur í himni þínum
 • höfuð þitt, stjarnan mín kær!
Þýtt á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn