Fylgstu með okkur á Facebook

Jónas kom til Vestmannaeyja í byrjun júní og dvaldi á Heimaey til 17. júni.

Frá 18. júní til júníloka kom Jónas að Breiðabólstað í Fljótshlíð og fór könnunarferðir um Rangárvalla- og Árnessýslur.

Frá byrjun júlí til 15. ágúst var Jónas í Reykjavík og skoðaði nágrenni Reykjavíkur m.a. Esju.

Frá 18. ágúst til 26. ágúst kom Jónas að Geysi og Strokk, á Þingvelli, fór um Okveg í Reykholtsdal, Húsafell, Kalmanstungu og Strút og fór úr Borgarfirði yfir Arnarvatns- og Grímstunguheiðar.

Frá 27. ágúst til 24. september fór Jónas um Húnavatnssýslu og Skagafjörð í Öxnadal og dvaldi á Steinsstöðum og fór í könnunarferðir um nærsveitir.


Heimild:

Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson (ritstjórar). (1989). Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. bindi: Bréf og dagbækur (bls. 285). Reykjavík: Svart á hvítu.
 

Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn