Fylgstu með okkur á Facebook

Festingin víða, hrein og há

(Joseph Addison)
 • Festingin víða, hrein og há
 • og himinbjörtu skýin blá
 • og logandi hvelfing ljósum skírð!
 • þið lofið skaparans miklu dýrð;
 • og þrautgóða sól! er dag frá degi
 • drottins talar um máttarvegi,
 • alltaf birtir þú öll um lönd
 • almættisverk úr styrkri hönd.
 •  
 • Kvöldadimman þá kefur storð,
 • kveða fer máni furðanleg orð
 • um fæðingaratburð, heldur hljótt,
 • hlustandi jarðar á þöglri nótt;
 • og allar stjörnur, er uppi loga
 • alskipaðan um himinboga,
 • dýrðleg sannindi herma hátt
 • um himinskauta veldið blátt.
 •  
 • Og þótt um helga þagnarleið
 • þreyti vor jörð hið dimma skeið,
 • og öngva rödd og ekkert hljóð
 • uppheimaljósin sendi þjóð,
 • skynsemi vorrar eyrum undir
 • allar hljómar um næturstundir
 • lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn:
 • „lifandi drottinn skóp oss einn.“
Þýtt árið 1842.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Stjörnufræði, létt og handa alþýðu eftir Dr. G.F. Ursin, Viðeyjarklaustri 1842. [„Stjörnufrædi, ljett og handa alþídu eptir Dr. G. F. Ursín […]; Jónas Hallgrímsson íslendskaði. Videiar Klaustri“]
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn